21. apríl 2024 kl. 21:51
Erlendar fréttir
Viðskipti

Tesla lækkar verð á bílum víða um heim

epa08411202 (FILE) - A general view shows the Tesla Inc. main factory in Fremont, California, USA, 18 March 2020 (reissued 09 May 2020). Media reports state on 09 May 2020 that Tesla has been ordered by Alameda County to keep its main plant in the USA closed due to the coronavirus disease (COVID-19) pandemic. Authorities argued that restoring all daily activities too soon could risk in a rapid spike of new coronavirus cases. CEO Elon Musk aimed at reopening the company's factory in Fremont on 08 May 2020 but authorities said it did not meet the requirements for resuming production, media added. The plant has been closed down since 23 March.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
EPA / EPA-EFE

Bílaframleiðandinn Tesla tilkynnti í dag um verðlækkun á bílum sínum víða um heim.

Það er gert til að bregðast við dvínandi sölu og samkeppni í rafbílaiðnaði sem hefur valdið Tesla vandræðum.

Samdráttur varð í sölu Tesla á heimsvísu á fyrsta fjórðungi ársins. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist.

Fleiri slæmar fréttir hafa komið úr herbúðum Tesla að undanförnu, en fyrirtækið sagði upp 10% af starfsfólki sínu í upphafi viku.

Í frétt Reuters segir að hlutabréf í Tesla hafi fallið um 40,8 prósent það sem af er ári.