21. apríl 2024 kl. 21:51
Erlendar fréttir
Viðskipti
EPA / EPA-EFE
Tesla lækkar verð á bílum víða um heim
Bílaframleiðandinn Tesla tilkynnti í dag um verðlækkun á bílum sínum víða um heim.
Það er gert til að bregðast við dvínandi sölu og samkeppni í rafbílaiðnaði sem hefur valdið Tesla vandræðum.
Samdráttur varð í sölu Tesla á heimsvísu á fyrsta fjórðungi ársins. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist.
Fleiri slæmar fréttir hafa komið úr herbúðum Tesla að undanförnu, en fyrirtækið sagði upp 10% af starfsfólki sínu í upphafi viku.
Í frétt Reuters segir að hlutabréf í Tesla hafi fallið um 40,8 prósent það sem af er ári.