30. apríl 2024 kl. 4:55
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Létust á flótta undan herk­vaðn­ingu

Um þrjátíu úkraínskir karlmenn hafa látið lífið á flótta frá Úkraínu til þess að losna undan herkvaðningu frá því að Rússar réðust inn í landið. Þetta kom fram í skýrslu landamærayfirvalda í Úkraínu í gær. Þar sagði að sumir þeirra hafi dáið á leið yfir ár eða fjöll er þeir reyna að komast yfir landamærin utan landamærastöðva.

Talsmaður landamærayfirvalda sagði í byrjun apríl að á hverjum degi séu um tíu menn stöðvaðir við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin. Breska ríkisútvarpið sagði frá því í lok síðasta árs að nærri tuttugu þúsund manns hefðu flúið frá Úkraínu frá upphafi stríðsins til þess að sleppa við herkvaðningu.