Úrhellisrigning og hvassviðri skall á miðsvæðis og sunnanvert í Síle í vikunni. Að minnsta kosti einn hefur látið lífið og þúsundir íbúðarhúsa hafa skemmst í illviðrinu.
Manneskja á gangi í borginni Valparaiso.EPA-EFE/ADRIANA THOMASA
Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í fimm héruðum landsins vegna veðursins. Rafmagn hefur farið af á stórum svæðum. Ástandið er einna verst í borginni Curanilahue þar sem úrkoman mældist 350 millimetrar á fáeinum klukkustundum. Miklir þurrkar hafa valdið talsverðum búsifjum í miðhéruðum Síle um næstum fimmtán ára skeið.