14. júní 2024 kl. 2:15
Erlendar fréttir
Síle

Að minnsta kosti einn fórst í úr­hell­is­rign­ingu

Úrhellisrigning og hvassviðri skall á miðsvæðis og sunnanvert í Síle í vikunni. Að minnsta kosti einn hefur látið lífið og þúsundir íbúðarhúsa hafa skemmst í illviðrinu.

A person with umbrella walks on a promenade in Valparaiso, Chile, 13 June 2024. Dozens of people lost their homes after the continuous rainfall since 11 June which has caused flooding and problems with the electricity services, leading to suspension of classes in schools and universities.
Manneskja á gangi í borginni Valparaiso.EPA-EFE/ADRIANA THOMASA

Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í fimm héruðum landsins vegna veðursins. Rafmagn hefur farið af á stórum svæðum. Ástandið er einna verst í borginni Curanilahue þar sem úrkoman mældist 350 millimetrar á fáeinum klukkustundum. Miklir þurrkar hafa valdið talsverðum búsifjum í miðhéruðum Síle um næstum fimmtán ára skeið.