22. júní 2024 kl. 17:16
Erlendar fréttir
Grikkland

13 handteknir fyrir að kveikja í skógi

Þrettán hafa verið handteknir á Grikklandi fyrir að skjóta flugeldum frá snekkju sem varð til þess að eldur kviknaði í skóglendi á eynni Hydra, sem er nærri Aþenu. Borgarstjóri Hydra hét því að lögsækja þá sem voru ábyrgir. Eldurinn kviknaði í eina furuskógi eyjarinnar á stað sem erfitt er að komast að og enginn vegur liggur til.

Grikkland hefur hert refsingar við íkveikju og eiga þeir sem gerast sekir yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm og 200 þúsund evrur í sekt, eða um 30,5 milljónir íslenskra króna.

Tugir skógar- og kjarrelda hafa kviknað í vikunni á Grikklandi og hafa kostað minnst einn lífið.