7. júlí 2024 kl. 11:17
Erlendar fréttir
Frakkland

Kjörsókn á hádegi sú mesta í rúm 40 ár

Frá kjörstað í seinni umferð frönsku þingkosninganna. Tjöldin eru í frönsku fánalitunum.
EPA / Mohammed Badra

Á hádegi í Frakklandi höfðu talsvert fleiri kjósendur greitt atkvæði en á sama tíma í þingkosningunum 2022. Samkvæmt tölum frá franska innanríkisráðuneytinu var kjörsókn á hádegi í dag 26,63 prósent, næstum átta prósentustigum meiri en fyrir tveimur árum og reyndar sú mesta á þessum tíma kjördags síðan 1981.

Kjörsóknin nú er örlítið meiri en á hádegi síðasta sunnudag, þegar fyrri umferð kosninganna fór fram.

Vert er að taka fram að í 76 kjördæmum af 577 var aðeins haldin ein umferð í þetta skiptið; í kosningunum 2022 voru slík kjördæmi aðeins fimm.