18. júlí 2024 kl. 15:29
Erlendar fréttir
Indland
Tveir látnir eftir lestarslys á Indlandi
Tveir létust og yfir 35 særðust þegar að farþegalest fór út af sporinu í Gonda héraði á Indlandi í dag. Björgunarstarf stendur yfir.
Lestarslys eru nokkuð tíð á Indlandi en járnbrautakerfi landsins er sagt illa fjármagnað og viðhaldi illa sinnt. Yfir 20 þúsund létu lífið í lestarslysum á árunum 2017-2021.