15. ágúst 2024 kl. 14:10
Erlendar fréttir
Grænland

Gæsluvarðhald framlengt yfir Paul Watson

Dómari í Nuuk, höfuðstað Grænlands, úrskurðaði í dag umhverfissinnann Paul Watson í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. september. Watson var handtekinn í júlí á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar að beiðni japanskra yfirvalda. Watson er sakaður um að hafa ráðist að japönskum hvalveiðimönnum við Suðurskautslandið árið 2010 og valdið líkams- og eignatjóni. Við því broti getur legið allt að fimmtán ára fangelsi.

Óttast um afdrif Watsons verði hann framseldur

Lögmaður Watson hefur áfrýjað niðurstöðu dómarans, en enn er beðið ákvörðunar danskra stjórnvalda um hvort Watson verði framseldur til Japan.

Watson var lengi kenndur við náttúruverndarsamtökin Sea Shepherd. Hann stofnaði svo sjóð í eigin nafni í baráttu sinni til verndar hvölum og selum.

epa01278696  (FILE) A file photograph showing  Captain Paul Watson from Canada stands on the dock next to the Canadian flagged vessel Farley Mowat  detained by South African authorities in Cape Town harbour, 26 January 2006. An anti-whaling campaigner Paul Watson of the Sea Shepherd group says he had been shot by Japanese sailors while protesting over their hunting activities in the Antarctic on 07 March 2008. Paul Watson, said his colleagues had been throwing stink bombs, but the Japanese responded with 'flash grenades
Paul Watson.EPA FILE / EPA