26. ágúst 2024 kl. 1:57
Erlendar fréttir
Bretland

Kona í lífshættu eftir hnífaárás í Notting Hill

Carnival goers stand next to police officers during the Notting Hill Carnival in London, Britain, 28 August 2023. Notting Hill is the largest street carnival in Europe and a community-led celebration of Caribbean history and culture, this year running from 27 to 28 August.
Lögreglumenn og tveir prúðbúnir gestir kjötkveðjuhátíðarinnar í Notting Hill á seinasta ári.EPA-EFE/NEIL HALL

Kona á þrítugsaldri er í lífshættu eftir að hún var stungin með eggvopni við Kjötkveðjuhátíðahöld í Notting Hill-hverfinu í Lundúnum. Lundúnalögreglan greinir frá þessu og segir tvo karlmenn á þrítugsaldri einnig hafa hlotið stungusár.

Kjötkveðjuhátíðin í Notting Hill er í anda menningar Karíbahafsins og er umfangsmesta götuhátíð sem haldin er í Evrópu. Hún er sömuleiðis næst stærsta kjötkveðjuhátíð heims á eftir þeirri sem haldin er í Brasilíu.

Um það bil sjö þúsund lögreglumenn eiga að halda uppi friði og spekt á tveggja daga hátíðinni sem hófst í gær og búist er við að laði að sér um það bil milljón manns. Ráðist hefur verið á fimmtán lögreglumenn og níutíu hafa verið handtekin fyrir margvísleg brot.