22. september 2024 kl. 8:23
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Fjórir drepnir og tugir særðir í skotárás við bar

Fjórir voru skotnir til bana, jafn margir eru í lífshættu og tugir særðust í skotárás fyrir utan bar í borginni Birmingham í Alabama-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld.

Nokkrir árásarmenn hófu skothríð á hóp fólks sem var á gangstétt fyrir utan barinn um klukkan ellefu í gærkvöld að staðartíma. Tveir karlar og ein kona voru látin þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á staðinn, fjórða manneskjan lést á sjúkrahúsi.

Lögregla rannsakar tildrög árásarinnar sem eru um margt óljós. Ekki er víst hvort árásarmennirnir gengu upp að fólkinu og hófu skothríð eða keyrðu fram hjá og skutu út um glugga bíls. Enginn er í haldi.

epa03509079 Hoboken Police occupy a crime scene believed to be related to the mass shooting at Sandy Hook Elementary School in Newtown, Connecticut in Hoboken New Jersey, USA, 14 December 2012.Multiple deaths were reported in a shooting at a US elementary school in Connecticut. Reports state that said 27 people were dead, including 14 children. President Barack Obama had been informed and was getting regular updates on the situation, the White House said. A person believed to be the shooter was among the dead, the Hartford Courant newspaper reported. The school principal and a school psychiatrist were also killed, media reports state.  EPA/PETER FOLEY
Bandarískur lögreglubíll. Mynd úr safni.EPA