22. september 2024 kl. 5:45
Erlendar fréttir
Malasía

Hundruð handtekin í rannsókn á barnaníði

Lögregluyfirvöld í Malasíu hafa handtekið 355 menn sem grunaðir eru um að hafa stundað barnaníð á umönnunarheimilum reknum af íslamskri samsteypu.

Three members of Global Ikhwan Services and Business Holdings (GISBH) escorted by Royal Malaysian Police officers depart after facing charges at a court in Seremban, Malaysia, 19 September 2024. The three suspects, detained during recent operations related to the raid of 20 welfare homes allegedly linked to GISBH, will be charged under Sections 14(a) and 14(b) of the Sexual Offenses Against Children Act 2017 (Act 792). The raid resulted in 171 arrests for 'neglect and mistreatment' of children, according to a police statement from 11 September.
Þrír þeirra handteknu eru hér færðir til yfirheyslu.EPA-EFE / EPA-EFE/FAZRY ISMAIL

Að minnsta kosti 186 börnum var bjargað í aðgerðum lögreglu og læknisrannsókn sýnir að minnst þrettán þeirra voru beitt kynferðisofbeldi. Yfirvöld segja hina handteknu tilheyra Global Ikhwan Service and Business (GISB), sem talið er tengjast íslamska sértrúarhópnum Al-Arqam. Starfsemi hans var bönnuð í Malasíu fyrir þrjátíu árum en samsteypan hefur lengi legið undir ámæli trúarlegra yfirvalda vegna þeirrar tengingar.

Lögregla gerði rassíur á 82 stöðum í landinu, meðal annars á líknarheimilum, heilsugæslustöðum, trúarlegum skólum og á einkaheimilum. Stjórnvöld hafa einnig fryst tæplega hundrað bankareikninga samsteypunnar. Á vefsíðu hennar segir að starfsemin hverfist meðal annars um rekstur stórmarkaða og veitingastaða í nokkrum löndum, þar á meðal Indónesíu, Frakklandi og Bretlandi.