J.D. Vance og Tim Walz mætast í kappræðum
Þeir J.D. Vance og Tim Walz mætast í kappræðum í sjónvarpssal í New York í myndveri CBS sjónvarpsstöðvarinnar í New York í nótt og það verða Norah O'Donnell og Margaret Brennan sem stýra þeim.
Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma og standa í 90 mínútur. Þetta verður svipað fyrirkomulag og var þegar Kamala Harris og Donald Trump mættust í kappræðum í september að einu undanskildu.
Það verður kveikt á hljóðnemum beggja frambjóðenda allan tímann, ekki aðeins þess sem er að tala.