1. október 2024 kl. 22:26
Erlendar fréttir
Ísrael

Segir Íran fá að gjalda fyrir loftárásina

Benjamin Netanyahu í ræðupúlti að tala, alvarlegur á svip.
AP / Julia Nikhinson

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að stjórnvöld í Íran hafi gert stór mistök og fái að gjalda fyrir þau. Hátt í tvö hundruð eldflaugum var skotið frá Íran til Ísrael fyrr í kvöld, flestar voru skotnar niður.

Einn Palestínumaður lést, hann varð fyrir broti úr íranskri eldflaug á Vesturbakkanum og tveir særðust í Tel Aviv. Auk þeirra slösuðust nokkrir sem flýttu sér í neyðarskýli til að skýla sér fyrir árásinni. Evrópusambandið, Bretland og Spánn hafa fordæmt árásina og stjórnvöld í Bandaríkjunum lýsa fullum stuðningi við Ísrael.

epa11479130 US President Joe Biden addresses the nation after former President Donald Trump was injured following a shooting at a July 13 election rally in Pennsylvania, in the Oval Office of the White House in Washington, DC, USA, 14 July 2024. Biden's address comes after Former US President Donald Trump was injured by a bullet in an assassination attempt on 13 July during a campaign rally. EPA-EFE/BONNIE CASH / POOL
EPA-EFE / Bonnie Cash

„Að minni skipan tók Bandaríkjaher þátt í að verja Ísrael. Við erum enn að meta áhrifin. En það sem við vitum núna er að árásinni var hrundið og hún bar ekki árangur,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi.

Spurður hverjar honum fyndust afleiðingarnar ættu að vera fyrir Íran sagði Biden það eiga eftir að koma í ljós.