4. október 2024 kl. 20:08
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína
Bandaríkjaher gerir árásir á Jemen
Bandaríkjamenn gerðu árás á fimmtán skotmörk í Jemen í kvöld. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að árásirnar hafi beinst að skotmörkum undir stjórn Húta, með það að markmiði að stöðva árásir Húta á flutningaskip.
Skotmörk Bandaríkjahers voru flest í hafnarborginni Hodeidah og í höfuðborginni Sanaa.
Hútar hófu árásir á flutningaskip á leið til eða frá Ísrael um Rauðahaf í nóvember í fyrra til stuðnings baráttu palestínsku þjóðarinnar.