Hezbollah-samtökin hafa misst allt samband við Hashem Safieddine, frænda og hugsanlegan arftaka Hassan Nasrallah, fyrrverandi leiðtoga Hezbollah. Árásin gegn Safieddine var gerð viku eftir að ísraelski herinn drap Nasrallah í loftárásum á höfuðstöðvar samtakanna í suður Beirút.
Ísrael beindi sjónum sínum að Safieddine sem talinn er hafa verið í bækistöðvum Hezbollah neðanjarðar ásamt yfirmanni leyniþjónustu samtakanna. Það hefur þó ekki fengist staðfest og áframhaldandi árásir Ísraela koma hins vegar í veg fyrir að meðlimir samtakanna komist þangað niður.
Erlendir miðlar telja það líklegt að Ísrael hafi tekist ætlunarverk sitt um að fella Safieddine.
Sayyed Hashem Safieddine, frændi Nasrallah. Hann þótti líklegur til að taka við Hezbollah-samtökunum.EPA / WAEL HAMZEH
Fréttastofa RÚV fylgist áfram með nýjustu vendingum.