19. október 2024 kl. 2:18
Erlendar fréttir
Kólumbía
Metframleiðsla á kókaíni í Kólumbíu
Á síðasta ári var kókaínframleiðsla í Kólumbíu meiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Kókaínframleiðsla árið 2023 var 53 prósentum meiri en árið á undan og um 2.600 tonn af fíkniefninu voru framleidd. Árið 2022 voru framleidd um 1.700 tonn og höfðu slík gildi ekki sést frá árinu 2001.
Samkvæmt skýrslunni hefur framleiðsla aukist umtalsvert síðustu tíu ár. Mest er framleiðslan á tveimur svæðum í Kólumbíu þar sem glæpahópar hafa náð öruggri fótfestu.