28. október 2024 kl. 18:34
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Segir stríð Ísraela á Gaza verða að ljúka nú þegar

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að stríði Ísraela á Gaza yrði að ljúka nú þegar og bætti við að hann hefði tekið aftur upp tilraunir til að koma á vopnahléi. Þetta sagði hann við blaðamenn á kjörstað í Wilmington í Delaware í dag.

Biden kaus utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem verða í næstu viku. Hann sagði við blaðamenn að vopnahlé á Gaza væri bráðnauðsynlegt og sagði stríðið verða að enda.

President Joe Biden speaks with reporters after casting his early-voting ballot for the 2024 general elections, Monday, Oct. 28, 2024, at a polling station in New Castle, Del. (AP Photo/Manuel Balce Ceneta)
Biden talar við fjölmiðla eftir að hafa kosið utan kjörfundar í dag.AP / Manuel Balce Ceneta

„Við þurfum vopnahlé. Við þurfum að enda þetta stríð. Það ætti að taka enda, það ætti að taka enda, það ætti að taka enda,“ sagði Biden.

Hann sagðist ætla að fylgja þessu eftir um leið og hann væri búinn að kjósa utan kjörfundar.