Hryðjuverkalögreglan á Grikklandi leitar þrítugrar konu grunaðrar um undirbúning hryðjuverks eftir að heimagerð sprengja sprakk í heimahúsi í höfuðborginni Aþenu.
Grískir lögreglumenn á vettvangi þar sem heimagerð sprengja sprakkAP/NTB / Petros Giannakouris / AP / NTB
Talið er að mistök við samsetningu hafi valdið sprengingunni. Karlmaður á fertugsaldri lét lífið og fingraför hans fundust í gagnagrunni Evrópulögreglunnar en hann hafði áður verið handtekinn í Þýskalandi.
Rúmlega þrítug kona særðist alvarlega og liggur þungt haldin á sjúkrahúsi undir vökulu auga lögreglumanna. Hennar bíður ákæra fyrir undirbúning hryðjuverks og aðild að hryðjuverkasamtökum.