Donald Trump hefur valið öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio til að verða utanríkisráðherra í næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rubio reyndi að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins árið 2016 og tókust þeir Trump tókust harkalega á. Í seinni tíð hefur hann þó stutt Trump.
AP / Evan Vucci
Rubio er sonur kúbverskra innflytjenda og verður fyrsti spænskumælandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er mikill stuðningsmaður stjórnvalda í Ísrael og styður hömlur á innflutning frá Kína.
Val Trumps á utanríkisráðherra kemur ekki á óvart. The New York Times hafði eftir heimildarmönnum sínum fyrr í vikunni að Rubio yrði falið embættið.