4. desember 2024 kl. 13:22
Erlendar fréttir
Atlantshafsbandalagið

Kveðjustund á fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir lauk í dag sínum síðasta fundi, í bili að minnsta kosti, sem fulltrúi Íslands á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel.

Alvarleg mál voru á dagskrá fundarins eins og verið hefur síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum. Í lokin var hins vegar slegið á léttari strengi; eftir hefðbundna mynd af ráðherrahópnum kom Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs og vildi taka sjálfu með Þórdísi og nokkrum öðrum kollegum hennar, Annalenu Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands, Mélanie Joly utanríkisráðherra Kanada og Baiba Braže utanríkisráðherra Lettlands.

Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs tekur sjálfu með Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, utanríkisráðherra og öðrum starfsystrum hennar við lok fundar utanríkisráðherra NATO ríkjanna í Brussel, 4. desember 2024
RUV/Björn Malmquist

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, starfandi utanríkisráðherra, á tali við starfssystur sínar, Annalenu Baerbock frá Þýskalandi, Baiba Braže frá Lettlandi, og Mélanie Joly frá Kanada.
RUV/Björn Malmquist