16. desember 2024 kl. 9:58
Erlendar fréttir
Frakkland

Pelicot bað um fyrirgefningu

Dominique Pelicot, sem er fyrir rétti, ákærður fyrir að byrla fyrir eiginkonu sinni og brjóta gegn henni, auk þess að leyfa tugum annarra manna að gera slíkt hið sama, gaf skýrslu fyrir dómi í dag.

Þar bað hann eiginkonu sína fyrrverandi, Gisele, um að fyrirgefa sér og hrósaði henni fyrir það hugrekki sem hún hefði sýnt við réttarhöldin. Hann sagðist sjá eftir gerðum sínum og þeim kvölum sem hann olli fjölskyldu sinni.

Saksóknarar hafa farið fram á hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsi. Búist er við að dómur verði kveðinn upp á fimmtudag.

A woman holds a placard
AP / Aurelien Morissard