10. janúar 2025 kl. 6:19
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Alec Bald­win höfðar mál gegn lög­reglu og sak­sókn­ara

FILE - Actor Alec Baldwin attends his trial for involuntary manslaughter for the 2021 fatal shooting of cinematographer Halyna Hutchins during filming of the Western movie
Alec Baldwin hefur höfðað mál gegn lögreglu og saksóknara.AP/Pool AFP / Ramsay de Give

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur höfðað mál gegn saksóknaraembættinu í Nýju Mexíkó og lögregluyfirvöldum í Santa Fe. Hann segir bæði embættin hafa af ráðnum hug brotið gegn mannréttindum hans með tilhæfulausri ákæru.

Dómari vísaði frá sakamáli á hendur Baldwin í júlí með þeim rökum að saksóknarar og lögregla hefðu haldið sönnunargögnum frá verjendum hans. Saksóknarar drógu áfrýjun í því máli til baka seint í desember.

Halyna Hutchins, tökustjóri vestrans Rust, lést af völdum voðaskots úr skammbyssu sem Baldwin beindi að henni á tökustað síðsumars 2021. Vopnavörðurinn Hannah Guiterrez-Reed var í apríl dæmd fyrir manndráp af gáleysi.