Sendinefndir frá 80 ríkjum og samtökum leggja leið sína til Oslóar í vikunni því norsk stjórnvöld ætla á miðvikudag að leiða fund um tveggja ríkja lausn í deilu Palestínumanna og Ísraela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Noregs.
Þar segir að á sama tíma og unnið sé að því koma á friði á Gaza þurfi líka að huga að lausn til framtíðar. Meðal þeirra sem væntanlegir eru á fundinn í Noregi á miðvikudag eru forsætisráðherra Palestínu og yfirmaður UNRWA, Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Espen Barth Eide, utanríkisráðherra NoregsEPA-EFE / ALBERT ZAWADA