24. janúar 2025 kl. 6:30
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Karlmaður handtekinn við að stökkva yfir vegg umhverfis Mar-a-Lago

Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrir að stökkva yfir vegg sem umlykur Mar-a-Lago, setur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Flórída.

epa10556897 People ride bikes in front of the Former President Donald Trump’s Mar-a-Lago resort in Palm Beach, Florida, USA, 03 April 2023. A Manhattan grand jury voted to indict former President Donald J. Trump last week and he is reportedly planning to turn himself in at the courthouse and appear before a judge to hear the charges against him on 04 April.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
Hjólreiðamenn fara hjá hliðinu að Mar-a-Lago, setri Donalds Trump í Flórída.EPA-EFE / CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH

Lögregla var kölluð til liðs við leyniþjónustumenn sem voru á verði við setrið síðdegis í gær. Fox-fréttastöðin segir að mannsins bíði ákæra fyrir átroðning með glæpsamlegt athæfi í huga. Leyniþjónustan segir í yfirlýsingu að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum þótt maðurinn hafi ekki valdið skaða.