Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrir að stökkva yfir vegg sem umlykur Mar-a-Lago, setur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Flórída.
Hjólreiðamenn fara hjá hliðinu að Mar-a-Lago, setri Donalds Trump í Flórída.EPA-EFE / CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
Lögregla var kölluð til liðs við leyniþjónustumenn sem voru á verði við setrið síðdegis í gær. Fox-fréttastöðin segir að mannsins bíði ákæra fyrir átroðning með glæpsamlegt athæfi í huga. Leyniþjónustan segir í yfirlýsingu að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum þótt maðurinn hafi ekki valdið skaða.