28. janúar 2025 kl. 6:45
Erlendar fréttir
Danmörk

Áhugamaður um steingervingafræði fann forsögulega ælu

Danskur áhugamaður um steingervingafræði fann fyrir skemmstu ælu við Stevns-kletta á Sjálandi, sem talin er minnst 66 milljóna ára gömul.

67 milljón ára gömul beinagrind grameðlu sem alþjóðlega uppboðshúsið Koller bauð upp 18. apríl 2023.
Um það bil 67 milljóna ára gömul beinagrind grameðlu.OLIVER NANZIG, Ritzau Scanpix

Á þeim tíma gengu risaeðlur um jörðina og flugu um loftin. Vísindamenn greindu æluna og sáu að hún innihélt minnst tvær tegundir sælilja og þeir telja fisk hafa skilað þeim hlutum þeirra sem hann gat ekki melt. Jarðfræði- og sögusafnið á Austur-Sjálandi greindi frá uppgötvuninni og sagði hana varpa mikilvægu ljósi á vistkerfi og mataræði dýra á forsögulegum tíma.