29. janúar 2025 kl. 16:29
Erlendar fréttir
Noregur

Breivik tapar enn einu málinu gegn norska ríkinu

Anders Breivik tapaði í dag dómsmáli sem hann höfðaði gegn norskum yfirvöldum. Hann sagði að brotið væri á mannréttindum sínum, bæði vegna þess að hann byggi við óviðunandi aðstæður í fangelsi og vegna ritskoðunar á pósti til hans.

Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi 2012 fyrir morðin á 77 manns í Útey og Ósló, verstu hryðjuverkum í sögu Noregs. Halda má honum lengur svo lengi sem hann telst ógn við almannaöryggi.

Breivik segir að komið sé fram við hann eins og dýr í fangelsi. Hann hefur þrjá klefa til afnota, gæludýr, sjónvarp og leikjatölvu til að vega upp á móti einangruninni.

epa11758920 A TV room equipped with gaming consoles in the cell facility where Norwegian neo-Nazi mass murderer Anders Behring Breivik is currently serving his sentence, at the Ringerike prison in Tyristrand, Norway, 26 November 2024 (issued 05 December 2024). Breivik is serving a custodial sentence for killing a total of 77 people in 2011 when he bombed the government buildings in Oslo, and later carried out a mass shooting at a camp of the Labour Party Workers' Youth League.  EPA-EFE/Ole Berg-Rusten  NORWAY OUT
Sjónvarpsherbergi með leikjatölvum sem Breivik hefur aðgang að.EPA-EFE / OLE BERG-RUSTEN