Anders Breivik tapaði í dag dómsmáli sem hann höfðaði gegn norskum yfirvöldum. Hann sagði að brotið væri á mannréttindum sínum, bæði vegna þess að hann byggi við óviðunandi aðstæður í fangelsi og vegna ritskoðunar á pósti til hans.
Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi 2012 fyrir morðin á 77 manns í Útey og Ósló, verstu hryðjuverkum í sögu Noregs. Halda má honum lengur svo lengi sem hann telst ógn við almannaöryggi.
Breivik segir að komið sé fram við hann eins og dýr í fangelsi. Hann hefur þrjá klefa til afnota, gæludýr, sjónvarp og leikjatölvu til að vega upp á móti einangruninni.
Sjónvarpsherbergi með leikjatölvum sem Breivik hefur aðgang að.EPA-EFE / OLE BERG-RUSTEN