Úkraínuher segir norðurkóreska hermenn hafa hörfað frá víglínunni í Kursk í Rússlandi. Samkvæmt stjórnvöldum í Úkraínu voru þeir ellefu til tólf þúsund í haust. Úkraínskir og bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildarmönnum.
Úkraínuher segir nú að ekkert hafi sést til norðurkóresku hermannanna síðustu tvær vikur og að um helmingur þeirra hafi fallið eða særst. Úkraínskir hernaðarsérfræðingar rekja þetta til reynsluleysis þeirra í nútímahernaði. Þá telja sérfræðingar brotthvarfið tímabundið. Stjórnvöld í Rússlandi hafa ekki tjáð sig um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna.
Hermenn við hátíðahöld í Norður-Kóreu.AP / Ng Han Guan