12. febrúar 2025 kl. 5:18
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Bannað að koma inn á skrifstofu forseta vegna umfjöllunar um Mexíkóflóa

Blaðamanni bandaríska miðilsins Associated Press var í gær bannað að koma ásamt öðrum blaðamönnum inn á skrifstofu Bandaríkjaforseta við undirritun forsetatilskipana.

Var þetta vegna þess að miðillinn neitaði að breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa í umfjöllun sinni, í samræmi við forsetatilskipun Donalds Trump þess efnis, að því er fram kom í yfirlýsingu AP. Þar lýsti AP áhyggjum af því að ríkisstjórn Trumps refsaði miðlinum fyrir óháða blaðamennsku.

Samband fréttaritara Hvíta hússins mótmælti ákvörðuninni og sagði að Hvíta húsið gæti ekki stýrt fréttaflutningi og ætti ekki að refsa blaðamönnum vegna óánægju með ritstjórnarlegar ákvarðanir.

epa11889358 White House Deputy Chief of Staff Stephen Miller (R) looks on in the Oval Office as US President Donald Trump meets with Elon Musk (not pictured) in the White House in Washington, DC, USA, 11 February 2025.  EPA-EFE/Aaron Schwartz / POOL
Hópur blaðamanna er gjarnan viðstaddur undirritun forsetatilskipana.EPA-EFE / AARON SCHWARTZ / POOL

President Donald Trump displays a signed proclamation regarding steel imports as he speaks in the Oval Office at the White House, Monday, Feb. 10, 2025, in Washington, as Commerce Secretary nominee Howard Lutnick watches. (Photo/Alex Brandon)
Blaðamaður AP fékk ekki að koma inn á skrifstofu Bandaríkjaforseta í gær.AP / Alex Brandon