Frans páfi við messugjörð 9. febrúar.EPA-EFE / MASSIMO PERCOSSI
Heilsa Frans páfa er ögn tekin að skána að því er segir í tilkynningu frá Páfagarði. Páfi, sem greindist með lungnabólgu á þriðjudag er orðinn hitalaus. Hann hefur legið viku á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm.
Blóðprufur sem teknar voru í gærmorgun sýna að páfi er á batavegi. Hann gekk þá til altaris og einbeitti sér eftir það að vinnu sem einkum fólst í lestri og undirritun skjala og viðræðum við samstarfsmenn auk þess sem hann fylgdist með fréttum.