21. febrúar 2025 kl. 0:38
Erlendar fréttir
Vatíkanið

Páfi virðist á batavegi

epa11884237 Pope Francis holds a mass for the Jubilee of the Armed Forces at Saint Peters' square in the Vatican City, 09 February 2025.  EPA-EFE/MASSIMO PERCOSSI
Frans páfi við messugjörð 9. febrúar.EPA-EFE / MASSIMO PERCOSSI

Heilsa Frans páfa er ögn tekin að skána að því er segir í tilkynningu frá Páfagarði. Páfi, sem greindist með lungnabólgu á þriðjudag er orðinn hitalaus. Hann hefur legið viku á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm.

Blóðprufur sem teknar voru í gærmorgun sýna að páfi er á batavegi. Hann gekk þá til altaris og einbeitti sér eftir það að vinnu sem einkum fólst í lestri og undirritun skjala og viðræðum við samstarfsmenn auk þess sem hann fylgdist með fréttum.