4. maí 2025 kl. 13:38
Erlendar fréttir
Bretland
Átta handteknir fyrir að undirbúa hryðjuverk
Átta manns voru handteknir í tveimur aðgerðum í Englandi í gær fyrir að undirbúa hryðjuverk. Mennirnir eru á aldrinum 29-55 ára og eru sjö þeirra frá Íran. Fimm voru handteknir í annarri aðgerðinni og þrír í hinni en engin tengsl voru milli hópanna.
Lögreglan segir fimmmenningana hafa verið handtekna fyrir að ætla að gera árás á ákveðinn stað. Rannsókn málsins sé enn á byrjunarstigi. Hinir þrír voru handteknir fyrir að ætla að ógna þjóðaröryggi. Vísbendingar hafa verið um aukin umsvif Írana á breskri grund undanfarna mánuði.