4. maí 2025 kl. 23:00
Erlendar fréttir
Rúmenía

Hægri maðurinn Simion með 41% atkvæða

Hægrimaðurinn og þjóðernissinninn George Simion er með þægilegt forskot á keppinauta sína eftir forsetakosningar sem haldnar voru í Rúmeníu í dag.

epa12073540 Ultra-nationalist party AUR leader George Simion speaks at a press conference with foreign media journalists held outside the Parliament Palace, on repeated presidential elections, first round, in Bucharest, Romania, 04 May 2025. Crin Antonescu is ranked second in the repeated presidential race. Approximately 18 million Romanian citizens are expected at the polling stations, according to the Permanent Electoral Authority (AEP).  EPA-EFE/ROBERT GHEMENT
George Simion leiðtogi þjóðernissinnaða AUR-flokksins hefur fengið 40% atkvæða.EPA-EFE / Robert Ghement

Hann hefur fengið tæp 41 prósent atkvæða þegar talningu nær lokið. Simion mætir Nicusor Dan, borgarstjóra í Búkarest, í seinni umferð kosninganna 18. maí. Hann fékk tæp 21 prósent atkvæða og Crin Antonesco, frambjóðandi rík­is­stjórn­ar Sósí­al­demó­krata og Kristi­legra demó­krata, um 20%.

Ellefu voru í framboði. Stjórnlagadómstóll ógilti forsetakosningar sem haldnar voru í nóvember vegna gruns um íhlutun Rússa og svo fór að sigurvegaranum Călin Georgescu var bannað að gefa kost á sér að nýju.