Hægrimaðurinn og þjóðernissinninn George Simion er með þægilegt forskot á keppinauta sína eftir forsetakosningar sem haldnar voru í Rúmeníu í dag.
George Simion leiðtogi þjóðernissinnaða AUR-flokksins hefur fengið 40% atkvæða.EPA-EFE / Robert Ghement
Hann hefur fengið tæp 41 prósent atkvæða þegar talningu nær lokið. Simion mætir Nicusor Dan, borgarstjóra í Búkarest, í seinni umferð kosninganna 18. maí. Hann fékk tæp 21 prósent atkvæða og Crin Antonesco, frambjóðandi ríkisstjórnar Sósíaldemókrata og Kristilegra demókrata, um 20%.
Ellefu voru í framboði. Stjórnlagadómstóll ógilti forsetakosningar sem haldnar voru í nóvember vegna gruns um íhlutun Rússa og svo fór að sigurvegaranum Călin Georgescu var bannað að gefa kost á sér að nýju.