6. maí 2025 kl. 0:32
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Flugferðum frestað vegna yfirvofandi drónaárásar

Úkraínskur hermaður fylgist með dróna í árásarferð, frá neðanjarðarstjórnstöð í Bakhmut í Donetsk-héraði, 25. desember 2022.
Úkraínskur hermaður fylgist með dróna í árásarferð, frá neðanjarðarstjórnstöð í Bakhmut í Donetsk-héraði. Mynd úr safni.AP / Libkos

Flugferðum hefur verið frestað til og frá þremur stærstu flugvöllunum við Moskvu eftir að tilkynning barst um að drónasveimur stefndi í átt að borginni. Borgarstjórinn Sergei Sobyanin segir loftvarnakerfi hafa skotið niður þrjá dróna. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um málið.