Ísraelsher hefur skipað íbúum Khan Yunis og nærliggjandi borga brott.EPA-EFE / HAITHAM IMAD
Ísraelsher segir þungar árásir yfirvofandi og hefur skipað brotthvarf íbúa borganna Khan Yunis, Abasan al-Kabira og Bani Suhalla á Gaza. Talsmaður hersins segir liðsmenn Hamas hafa skotið eldflaugum þaðan að Ísrael og því verði gerðar árásar til að granda þeim. Því skuli almenningur yfirgefa byggðirnar og halda til vestur til bæjarins Al-Mawasi.