1. júní 2025 kl. 3:05
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Íbúum þriggja borga á Gaza gert að fara þaðan

epa12069088 Internally displaced Palestinian children rest as they gather to receive food from a charity kitchen in Khan Yunis, southern Gaza Strip, 02 May 2025. According to the UN Palestinian refugee agency UNRWA, over a million people across the Gaza Strip are experiencing 'high levels' of acute food insecurity, with acute malnutrition several times higher than before the war. The UN estimates at least 1.9 million people (nine in ten) are internally displaced.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
Ísraelsher hefur skipað íbúum Khan Yunis og nærliggjandi borga brott.EPA-EFE / HAITHAM IMAD

Ísraelsher segir þungar árásir yfirvofandi og hefur skipað brotthvarf íbúa borganna Khan Yunis, Abasan al-Kabira og Bani Suhalla á Gaza. Talsmaður hersins segir liðsmenn Hamas hafa skotið eldflaugum þaðan að Ísrael og því verði gerðar árásar til að granda þeim. Því skuli almenningur yfirgefa byggðirnar og halda til vestur til bæjarins Al-Mawasi.