1. júní 2025 kl. 1:30
Erlendar fréttir
Rússland

Tvær brýr hrundu með skömmu millibili — minnst sjö fórust

Minnst sjö fórust þegar vegarbrú hrundi niður á járnbrautarteina í rússneska fylkinu Bryansk, um 100 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu.

epa12148554 A handout photo made available by the Moscow Interregional Transport Prosecutor's Office shows Russian rescuers working at the site after a bridge collapsed on a passenger train in the Vygonichsky district, Bryansk region, Russia, 01 June 2025. According to Bryansk region governor, Alexander Bogomaz, at least seven people died in the incident. The total number of victims is 69 people, including three children. Three of the victims are in serious condition, including one child. 44 people have been hospitalized.  EPA-EFE/MOSCOW INTERREGIONAL TRANSPORT PROSECUTOR'S OFFICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Að minnsta kosti sjö fórust þegar vegabrú hrundi yfir járnbrautarteina í Bryansk.EPA-EFE / MOSCOW INTERREGIONAL TRANSPORT PROSECUTOR'S OFFICE / HANDOUT

Járnbrautarfyrirtæki Moskvuborgar segir að járnbrautalest hafi farið út af teinunum og kennir ólöglegu athæfi um að brúin féll. Fylkisstjórinn Aleksandr Bogomaz greindi frá atvikinu á samskiptaforritinu Telegram og sagði 69 hafa verið flutt á sjúkrahús, þar á meðal 2 börn.

Í morgun bárust þau tíðindi að járnbrautarbrú hrundi í Kúrsk meðan flutningalest ók yfir hana. Lestarstjórinn slasaðist og vagnar lentu á veginum.

Rússneskir rannsakendur segja brýrnar hafa verið sprengdar, og fullyrða hryðjuverk.