Minnst sjö fórust þegar vegarbrú hrundi niður á járnbrautarteina í rússneska fylkinu Bryansk, um 100 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu.
Að minnsta kosti sjö fórust þegar vegabrú hrundi yfir járnbrautarteina í Bryansk.EPA-EFE / MOSCOW INTERREGIONAL TRANSPORT PROSECUTOR'S OFFICE / HANDOUT
Járnbrautarfyrirtæki Moskvuborgar segir að járnbrautalest hafi farið út af teinunum og kennir ólöglegu athæfi um að brúin féll. Fylkisstjórinn Aleksandr Bogomaz greindi frá atvikinu á samskiptaforritinu Telegram og sagði 69 hafa verið flutt á sjúkrahús, þar á meðal 2 börn.
Í morgun bárust þau tíðindi að járnbrautarbrú hrundi í Kúrsk meðan flutningalest ók yfir hana. Lestarstjórinn slasaðist og vagnar lentu á veginum.
Rússneskir rannsakendur segja brýrnar hafa verið sprengdar, og fullyrða hryðjuverk.