15. júní 2025 kl. 23:33
Erlendar fréttir
Perú

Einn fórst í jarðskjálfta af stærðinni 6,1

Einn lést þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,1 reið yfir Perú í dag. Upptök jarðskjálftans voru um 30 kílómetra frá hafnarborginni Callao, skammt frá höfuðborginni Lima.

epa12177887 Firefighters and police vehicles close Costa Verde Avenue due to cliff collapses caused by an earthquake in Lima, Peru, 15 June 2025. A magnitude 6.1 earthquake shook Lima and neighboring Callao, on 15 June, there have been no official reports of personal or property damage.  EPA-EFE/Mikhail Huacan
Jarðskjálftinn kom af stað skriðum víða um höfuðborgina Líma.EPA-EFE / Mikhail Huacan

Maður lést þar í borg þegar veggur hrundi yfir bíl hans og almannavarnir segja fimm til viðbótar hafa slasast. Skriður hafa fallið víða um höfuðborgina samkvæmt fréttum perúskra miðla. Mikilvægum fótboltaleik var frestað.

Forsetinn Dina Boluarte hvatti landsmenn til stillingar og sagði enga hættu á flóðbylgjum. Um 100 jarðskjálftar mælast árlega í Perú, sem hvílir á Kyrrhafseldhringnum svonefnda. Hann nær allt frá Japan, teygir sig um Asíu suðaustanverða og yfir á Kyrrahaf.