7. desember 2022 kl. 13:25
Innlendar fréttir

ESA höfðar samningsbrotamál gegn Íslandi

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir réttri innleiðingu á EES-reglum um lágmarkshvíldartíma og hámarksvinnutíma sem varða skyldu til að skrá vinnutíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA. Núgildandi löggjöf á Íslandi felur ekki í sér skyldu vinnuveitenda til að setja upp kerfi til að skrá vinnutíma. Ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir árið 2020 að hún hygðist samþykkja nýtt lagaákvæði um slíka skyldu, en slíkt ákvæði hefur enn ekki verið lögfest.

ESA hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt evrópsku vinnutímatilskipuninni. Formlegt áminningarbréf er fyrsta skrefið í samningsbrotaferli gegn EES EFTA-ríki. Ísland hefur nó tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli lengra með málið.