Áramótabrennur leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
Fulltrúar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Veðurstofunnar komu saman til fundar í morgun ásamt brennustjórum. Þar var farið yfir veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í kvöld til að meta hvort leyfa ætti áramótabrennur.
Veðurfræðingur fór yfir veðurspána sem gefur til kynna að vindur fari ekki yfir tíu metra á sekúndu meðan brennurnar loga. Því var ákveðið að gefa út leyfi fyrir áramótabrennum í dag og í kvöld. Þetta er þó gert með þeim fyrirvara að ef veður versnar getur svo farið að leyfin verði afturkölluð.
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, biður fólk þó að taka tillit til þess að það er vetrarfærð og viðbúið að verði kalt og nokkur vindur. Hann hvetur fólk því til að klæða sig vel og vanda til valsins þegar kemur að snjóbúnaði.