4. janúar 2023 kl. 6:50
Innlendar fréttir

Áfram svalt í veðri

Víða á landinu í dag verður fremur hægur vindur og bjart með köflum, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Líkur eru á stöku éljum við vesturströndina, austantil á landinu verður þó norðvestan kaldi eða
strekkingur og þar má búast við lítilsháttar snjókomu fram yfir hádegi. Frost yfirleitt 0 til 12 stig og mildast austast á landinu.

Austlæg eða breytileg átt 5 til 13 metrar á sekúndu á morgun og þurrt að kalla, en
sunnantil á landinu má búast við dálitlum éljum og einnig austanlands annað kvöld. Áfram má búast við að verði svalt í veðri.