9. janúar 2023 kl. 11:57
Innlendar fréttir

Samn­inga­nefnd­ir SA og Efl­ing­ar boð­að­ar á fund

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund klukkan ellefu í fyrramálið. Efling hafnaði síðasta boði Samtaka atvinnulífsins og gagntilboð sem Efling gerði í gærkvöldi rennur út klukkan tólf á morgun.