22. janúar 2023 kl. 7:48
Innlendar fréttir
Flug um Keflavík raskast vegna appelsínugulrar viðvörunar
Allnokkrum flugferðum til Keflavíkurflugvallar þennan morguninn hefur verið aflýst og að minnsta kosti sex brottförum. Öðrum brottförum morgunsins hefur verið seinkað til klukkan 8:30.
Öllu innanlandsflugi hefur verið frestað og verður staðan tekin klukkan 8:30.
Kröpp lægð gengur nú yfir suðvestanvert landið og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu.