25. janúar 2023 kl. 16:37
Innlendar fréttir
Hafís truflar togveiðar á Vestfjarðamiðum
Hafís hamlar nú veiðum á Vestfjarðamiðum, allt frá Halamiðum, norðvestur af Vestfjörðum, suður á Barðagrunn um 30 mílum sunnar.
Á heimasíðu Brims er haft eftir skipstjóranum á togaranum Helgu Maríu AK, að hafísinn sé kominn næst um 12 mílur frá landi. Þó þetta sé mest þunnur lagnaðarís, séu ísspangirnar á milli þykkar. Þær komi í veg fyrir togveiðar.
Hann segir að hafísinn hafi orðið til þess að hætta þurfti veiðum og halda sunnar á miðin.