29. janúar 2023 kl. 7:45
Innlendar fréttir

Gul viðvörun á Suður- og Suðausturlandi á morgun

Í dag snýst smám saman í norðan kalda eða stinningskalda. Víða verður él, en það styttir upp sunnanlands eftir hádegi. Hiti um eða undir frostmarki. Í kvöld dregur úr bæði vindi og éljum og kólnar í veðri.

Í fyrramálið verður tiltölulega rólegt veður víðast hvar, en á morgun nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri. Hún veldur vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og snjókomu eða él, en syðst á landinu verður enn hvassara fram á kvöld með talsverðri ofankomu. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suður- og Suðausturland frá miðjum degi á morgun fram eftir morgni á þriðjudag. Á Norðaustur- og Austurlandi verður vindur hins vegar mun hægari, yfirleitt kaldi eða strekkingur. Síðdegis á morgun og annað kvöld er því útlit fyrir afar slæmt ferðaveður um landið sunnan- og vestanvert. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustantil, en þó gæti hlánað syðst á landinu um tíma annað kvöld.