6. febrúar 2023 kl. 14:35
Innlendar fréttir

Fyrirhugað verkfall Eflingar löglegt

Félagsdómur skar úr um það síðdegis að boðað verkfall Eflingar sé löglegt. Dómurinn féllst þannig ekki á kröfu Samtaka atvinnulífsins. 

Samtök atvinnulífsins byggðu sitt mál á að Efling hefði brotið lög með því að neita að afhenda félagatalið til ríkissáttasemjara og komið þannig í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans.

Ef miðlunartillagan hefði verið samþykkt, þá hefði vitanlega ekki verið hægt að boða verkfall.