6. febrúar 2023 kl. 10:05
Innlendar fréttir
Nanna Kristín aðstoðar Bjarna
Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.
Nanna hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Hyrnu og Húsdeildar. Áður starfaði hún í Landsbankanum, lengst af sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og ein af forsvarskonum góðgerðarfélagsins Konur eru konum bestar. Nanna er verkfræðingur að mennt. Aðstoðarmenn Bjarna eru nú orðnir tveir en Hersir Aron Ólafsson hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá 2020.