10. febrúar 2023 kl. 11:05
Innlendar fréttir

Viðvaranir orðnar appelsínugular á morgun

Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir sínar í appelsínugult við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og um allt norðanvert landið, frá því eftir hádegi á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags.

Spáð er sunnan og suðvestan stormi með snörpum vindhviðum við fjöll og einnig éljum um kvöldið með takmörkuðu skyggni.

Gul viðvörun verður í gildi annars staðar á landinu frá því um hádegi á morgun og fram á kvöld.

Viðvaranir 11. febrúar 2023
Veðurstofan