Grænmetisolíur ekki eitur
Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem allskonar aðilar, oft áhrifavaldar, halda fram skaðsemi þeirra. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur hjá Embætti landlæknis fór yfir þetta mál í Samfélaginu á Rás 1 og ræddi þær vísindalegu aðferðir og rannsóknir sem liggja að baki því að fólki er ráðlagt að nota grænmetisolíur og pældi í því hvernig svona andstaða og rangfærslur ná flugi.
Hlusta má á viðtalið við Eyrúnu í spilaranum hér að ofan.