10. mars 2023 kl. 15:16
Innlendar fréttir

Engin refsing fyrir að birta fréttir um kókaínmálið þrátt fyrir bann dómara

Ekki verður gripið til neinna úrræða gegn Vísi fyrir að birta fréttir úr skýrslutökum yfir sakborningum og vitnum í stóra kókaínmálinu áður en skýrslutökum lauk eins og fyrirmælin voru frá dómara. Margrét Björk Jónsdóttir blaðamaður Vísis og Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri voru fengnar fyrir dóminn til þess að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Í tölvupósti sem Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sendi saksóknara og verjendum í stóra kókaínmálinu í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir að það sé ákvörðun hennar að ekki séu forsendur til að taka þetta til frekari meðferðar.

Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður á Vísi, Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Reimar Pétursson lögmaður sitja í öftustu röð áhorfendabekkja í stóra dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur, sal 101.
RÚV / Freyr Gígja Gunnarsson