Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

„Þetta var ljúft og erfitt og allur pakkinn“

Alma Ómarsdóttir

,

Á innan við sólarhring hjóluðu þrír járnkarlar 200 kílómetra hver, réru 100 kílómetra og fóru 50 kílómetra á skíðum til styrktar Krafti, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Þeir byrjuðu klukkan sjö á föstudagskvöld, voru að alla nóttina og luku þrautinni á sjöunda tímanum í gærkvöld.

Þeir Sigurjón Ernir Sturluson, Halldór Ragnar Guðjónsson og Bergur Vilhjálmsson voru teknir tali þegar þeir kláruðu sprettinn í gærkvöld.

„Þetta var ljúft og erfitt og allur pakkinn bara. Við fórum allir í djúpa og dimma dali en áttum svo góð móment inn á milli.“

Þeir voru á einu máli um hvað hafði haldið þeim gangandi; Kraftur.