13. mars 2023 kl. 15:54
Innlendar fréttir
Lögreglumál
Eldur í bíl í Kömbunum
Eldur kviknaði í bíl á Suðurlandsvegi ofarlega í Kömbum skömmu fyrir klukkan fjögur.
Tveir ferðamenn á leið til Reykjavíkur á tvinnbíl þurftu að forða sér út meða hraði þegar kviknaði skyndilega í honum, segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hann segir engan hafa slasast. Bíllinn brann til kaldra kola ásamt eigum fólksins.
Pétur segir að erfitt sé að segja til um orsök brunans. Skoðað verði hvort orsökin sé tæknilegs eðlis en ekki sé meira vitað að svo stöddu. Sjaldgæft sé að það kvikni í fólskbílum.
Pétur bendir á að vegurinn um Kambana sé lokaður á meðan vettvangur er tryggður.