24. mars 2023 kl. 6:43
Innlendar fréttir
Fimm gistu í fangageymslu eftir átök í heimahúsi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til þegar tilkynnt var um átök í heimahúsi um klukkan í nótt og sagt að hnífur hefði komið við sögu.
Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra fór á vettvang og kom í ljós að hnífi hefði í raun ekki verið beitt en í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að á staðnum hafi verið fólk með áverka eftir einhverskonar átök.
Einhverjir hafi þurft að leita aðhlynningar á slysadeild og fimm voru handteknir og gista fangageymslu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.