Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Snjóflóðin sýna mikilvægi varnargarða

Ágúst Ólafsson

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að íbúar Neskaupstaðar hafi fengið áminningu um það í gær hversu mikilvægir varnargarðar eru. Til stendur að reisa fjórða varnargarðinn þar sem flóðið féll í byggð. Hann segir fólk skekið, en fólk sé fullt af æðruleysi og tilbúið að takast á við verkefnið saman.